Minnum á kynningarfundinn á morgun 11.05 2017 um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Um leið og ég leyfi mér að minna á kynningarfundinn á morgun um fjarnám sem haldinn verður á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15 vek ég athygli á beinni útsendingu af fundurinn en hægt verður að horfa á hann á YouTube rás, sbr.: https://www.youtube.com/channel/UC9ees4Ko7Tcu7o2nKlnt8iQ/live

Boðið verður upp á gagnvirkni fyrir þá sem fylgjast með fundinum í beinni. Vilji áhorfandi koma fyrirspurn á framfæri þá getur hann sent hana á nefangið: bjarni@sudurland.is

Fundurinn verður einnig tekinn upp þannig að hægt verður að horfa á hann síðar.

Vinsamlegast kynnið sem víðast enda er þetta málefni sem varðar okkur öll!

Sjá nánar hér: SASS fjarnám á háskólastigi 02.05 2017