Munir óskast á tombólu Grímsævintýra

lindaTilkynningar og auglýsingar

Kvenfélagið stendur fyrir mikilli tombólu um helgina þar sem margt góðra muna verður en fyrirtæki hafa stutt vel við bakið á Kvenélaginu.  En þar sem undanfarin ár hafa selst rúmlega tvö þúsund miðar er vel þegið að fá vinninga frá sveitungum.Tekið verður á móti vinningum í Félagsheimilinu Borg til klukkan 13.00 á föstudaginn.  Endilega kíkið í geymsluna eða lagerinn og sjáið hvort ekki leynist eitthvað þar sem væri einmitt svo tilvalið á tombóluna.

Nánari upplýsingar um Grímsævintýri má finna í næstu frétt.