Myndmenntakennari óskast að skólanum

lindaFréttir

Næsta vetur vantar myndmenntakennara við Grunnskólann Ljósuborg, Borg Grímsnesi.

Óskum eftir að ráða myndmenntakennara við skólann fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 40% stöðu.

Grunnskólinn Ljósaborg er að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar verða um 38 nemendur í 1. – 7. bekk næsta vetur. Í skólanum er lögð áhersla á list- og verkgreinar, teymisvinnu kennara og einstaklingsmiðað nám.

Tvö þróunarverkefni voru í gangi síðastliðinn vetur. Annars vegar; ,,Gagnvirkur lestur” í samvinnu við Skólaskrifstofu Suðurlands og Háskólann á Akureyri og ,,ART þjálfun” í samstarfi við Skólaskrifstofu Suðurlands og Gaulverjaskóla.

Áhugasamir hafi samband við Hilmar Björgvinsson skólastjóra í síma 482-2617 eða 863-0463, netfang hilmar@gogg.is .