Atvinnuþróunarfélag Suðurlands í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og mbl.is mun bjóða upp á námskeið í markaðssetningu á netinu byggt á samnefndri bók sem var að koma út. Kennarar eru Guðmundur Arnar, markaðsstjóri hjá Icelandair og Kristján Már hjá Nordic eMarketing
Um hvað snýst námskeiðið?
Farið verður yfir helstu samskiptaleiðir netsins á hagnýtan hátt með áherslu á hvernig þær geta skapað miklar tekjur. Markmiðið er að þátttakendur öðlist þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.
Kennslan byggir á bókinni „Markaðssetning á netinu“ en bókin er innifalin í þátttökugjaldi námskeiðsins. Námskeiðið stendur frá kl. 18:00 – 22:00 þann 8. mars í húsnæði Háskólafélags Suðurlands, Tryggvagötu 36, Selfossi en boðið verður upp á námskeiðin í fjarfundabúnaði í
Vestmannaeyjum – Viska, Strandvegi 50
Vík í Mýrdal – Víkurskóli
Kirkjubæjarklaustur – Kirkjubæjarskóli
Hvolsvöllur – Tónskóli Rangæinga
Flúðir – Félagsheimili Hrunamanna
Verð fyrir námskeið og bók er 18.500 kr.
Skráning er hjá Online.is, á netfangið inga@online.is eða í síma 540 9505 fyrir 5. mars.
Skýrt þarf að koma fram hvar viðkomandi hyggst sitja námskeiðið.
Helstu þættir:
– Netið, breytingar og tækifæri
– Staðan í dag
– Vefborðar
– Leitarvélar
– Samfélagsmiðlar
– Kaffi, smá pása og spjall
– Tölvupóstar
– Vefgreiningartól