Námskeið í súrsun, söltun og niðursuðu

lindaUncategorized

Matís hyggst halda námskeið í súrsun, sultun og niðursuðu á grænmeti og ávöxtum, laugardaginn 26. mars næstkomandi frá kl 10-17.

Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um súrsun, sultun og niðursuðu matvæla. Námskeiðið fer fram í Matarsmiðjunni á Flúðum, að Iðjuslóð 1.

Farið verður yfir öll aðalatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda.

Leiðbeinendur: Irek Adam Klonowski og Vilberg Tryggvason hjá Matís

Verð 15.000 krónur, skráning og frekari upplýsingar fást í síma 858-5133 og gegnum netfangið: vilberg@matis.is

Starfsmenntasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur á http://www.starfsafl.is/ , http://www.landsmennt.is/ og http://www.starfsmennt.is/