Námskeið í þjóðbúningasaumi

lindaFréttir

Haldið verður námskeið í þjóðbúningasaumi í uppsveitum Árnessýslu á vorönn.  Námskeiðið verður fimm laugardaga frá janúar til apríl og verður það í Flúðaskóla. Kennt er laugardaga frá kl. 11-17, dagana 14. febrúar, 28. febrúar, 21. mars, 11. apríl og síðasti tíminn er 18. apríl.

Á námskeiðinu er hægt að sauma 19. eða 20. aldar upphlut eða peysuföt, einnig er hægt að lagfæra búninga og sauma sér svuntu eða blússu.  Námskeiðsgjald er kr. 135.000 og má reikna með u.þ.b. kr. 100.000 til 120.000 í efniskaup í nýjan búning, en það fer eftir því hvað er saumað.  Allt efni er hægt að kaupa á staðnum.

Kennari á námskeiðinu verður Hildur Rosenkjær í Annríki en hún hefur mikla reynslu af þjóðbúningasaumi og rekur Annríki þjóðbúningar og skart ásamt manni sínum en það er þjóðbúningaverkstæði.

Þjóðbúningakynning verður haldin laugardaginn 10. janúar í Félagsheimili Hrunamanna.  Þá eru allir velkomnir til að skoða þjóðbúninga og fá fræðslu um þá.  Einnig verður þá veitt ráðgjöf og máltaka fer fram fyrir þá sem ætla að koma á námskeiðið.

Upplýsingar og pantanir berist til Elínar Jónu í netfang: ellajona@ellajona.net eða í sími: 8936423