Nemendur í 7.bekk í skólabúðir

lindaFréttir

Nemendur 6. árgangs í Ljósuborg eru nú elstu nemendur skólans og leiðist það ekki neitt.  Ástæðan er sú að elstu bekkingarnari eru ásamt Guðbjörgu Viðarsdóttur umsjónarkennara sínum að Reykjum í Hrútafirði.

Skólahald að Reykjum hófst þegar blómatími héraðsskólanna var eða um 1930 en þá þótti við hæfa að íbúar sveitanna fengju menntun í sinni heimabyggð og gætu lokið landsprófi sem þá hét sem næst sínum slóðum.

Byggðir voru skólar þar sem aðstaða var hin besta, heimavistir og mötuneyti og víða um land standa þessi húsakynni vannýtt þar sem breyttar áherslur urðu í skólahaldi og heimavistarskólar áttu mjög undir högg að sækja.

Þeir að Reykjum settu á stofn skólabúðir þar sem nemendur dvelja í 5 daga við leik og störf og fá að kynnast heimavistarlífinu sem e.t.v. afar þeirra og ömmur – þekktu betur en þau gera.

Um 3000 börn koma á hverju ári að Reykjum en skólabúðirnar hafa verið starfræktar frá 1988.