Nemendur sýna á Sólheimum

lindaFréttir

Á þriðjudaginn var opnaði sýningin Náttúran og orkan í Sesseljuhúsi á Sólheimun,  en hún er unnin af nemendum Grunnskólans Ljósuborgar.  Alli rnemendur skólans hafa unnið verkefni á sýningunni og spanna þau mjög breitt svið.

Gaman er að sjá á hve fjölbreyttan hátt tekið er á þessum grunnþáttum tilveru okkar, ullin okkar íslenska er víða og einangrunarplast kemur svolítið við sögu líka.  Köngulær, virkjun og gagnvirkt Íslandskort má finna á sýningunni allt haganlega unnið af nemendum og sett fram á skemmtilegan hátt.

Sýningin er opin frá 13 – 17 alla daga fram ítil 16. desember.