Ný líkamsræktartæki komin

lindaFréttir

Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni er sífellt að batna og möguleikarnir til heilsueflingar aukast. Það er tilvalið fyrir einstaklinga, hópa og fjölskyldur að leigja sér aðstöðu til leikja og íþrótta en íþróttasalurinn er ágætlega búinn tækjum við hæfi fólks á ölum aldri.

Nú í vikunni bættust við 2 ný og glæsileg hlaupabretti, krossþjálfi og hjól frá Lifefitness. Einnig er lyftingastöð þar sem hægt er að þjálfa ýmsa vöðvahópa líkamans á fjölbreyttan hátt. Þá eru einnig til laus lóð í afgreiðslunni.

Það er því ekki eftir neinu að bíða heldur er rétt að skella sér í íþróttahúsið og sprikla, ekki hve síst nú þegar veðrið og færðin henta ekki sem best til útisprikls.

Heitu pottarnir bíða og slökun í gufunni hefur alltad reynst vel eftir átkökin í sal og tækjum.

Hér á eftir fer verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.

Verðskrá

Sundlaug

Fullorðnir

370

Börn yngri en 12 ára

Frítt

Börn 12 – 16 ára

150

67 ára og eldri

Frítt

Örorkulífeyrisþegar

Frítt

Sturta

150

Kort

Fullorðnir 10 miðar

2700

Fullorðnir 30 miðar

7300

Börn 10 miðar

800

Börn 30 miðar

2100

Íþróttasalur

pr. mann

Fullorðnir 90 mín

500

Börn 6-16 ára 90 mín

200

Hópar hálfur dagur

6000

Hópar heill dagur

12000

Líkamsræktartæki

Sama verð og í sund

Fullorðnir

370

Börn yngri en 12 ára

Frítt

Börn 12 – 16 ára

150

67 ára og eldri

Frítt

Örorkulífeyrisþegar

Frítt

Afsláttarkortin eru hin sömu og í sundið.

Þegar farið er í t.d. í sund og tækin þá eru greiddir tveir miðar.