Nýr starfsmaður

lindaFréttir

matisIngunn Jónsdóttir  hefur tekið við matarsmiðjunni á Flúðum. Ingunn er vöruhönnuður frá LHÍ og búsett í Flóahreppi.

Matarsmiðjan á Flúðum er alhliða matvælavinnsla þar sem mögulegt er að vinna afurðir úr grænmeti, kjöti eða fiski í kældum vinnslusal. Hún er jafnframt frábær vettvangur fyrir alla þá sem hafa áhuga á vöruþróun á sínum afurðum.

Endilega hafið samband við Ingunni í síma 858-5069 eða á ingunn.jonsdottir@matis.is ef þið hafið spurningar,  skemmtilegar hugmyndir eða langar bara að kíkja í kaffi og skoða aðstöðuna.