Nýtt efni á vef Leikskólans Kátuborgar

lindaFréttir

Ýmsar gagnlegar upplýsingar eru nú komnar inn á vef leikskólans okkar.  Þar má finna skipulag skólastarfsins, reglur og handbók foreldra.  Foreldrar eru hvattir til þess að nýta sér vefinn sem mest.

Enn er þó vefurinn á barnsskónum en mjór er mikils vísir og vonandi á hann eftir að vaxa og dafna eins og skjólstæðingar leikskólans allir sem einn.