Nýtt nafn komið á sameinaðan leik og grunnskóla

lindaUncategorized

Á árshátíð grunnskólans í gær var tilkynnt hvaða nafn hefði orðið fyrir valinu á nýsameinaðan leik og grunnskóla sveitarfélagsins. Kerhólsskóli var valið úr fjölda tillagna að nýju nafni, en Helga Harðardóttir kennari, Hvalfjarðarsveit átti þá tillögu. Það er von okkar að nafnið eigi eftir að venjast vel og því fylgi blessun og gæfuríkt starf.