Opinn dagur 11.06.2011

lindaUncategorized

Þann 11. júní n.k. verður Opinn dagur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þjónustuaðilar og íbúar ætla að bjóða gestum í heimsókn og eru sumarhúsaeigendur sérstaklega velkomnir.

Þessa dagana er verið að útbúa dagskrá og kynningarefni fyrir daginn. Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða gestum heim og kynna sig og það sem þeir eru að fást við er bent á að hafa samband við Hörð í Haga í síma 863-4573, netfang: hordur@gogg.is eða Ásborgu ferðamálafulltrúa á netfangið asborg@simnet.is

Gaman væri að hafa dagskránna eins fjölbreytta og hægt er svo sem kýr og kindur, hross og hænur, saumakonur, smiði og pípara, gröfukarla og pylsusala.