Opinn súpufundur með frambjóðendum á suðurlandi á Sólheimum.

lindaFréttir

FrambodsfundurFimmtudaginn 18 apríl n.k. verður opinn fundur með frambjóðendum allra flokka fyrir komandi alþingiskosningar.

 Fundurinn fer fram í Kaffihúsinu Grænu Könnunni á Sólheimum og hefst kl. 17.00.

 Fulltrúar flokkanna eru eftirfarandi;

 XG.  Hægri Grænir.

Agla Þyri Kristjánsdóttir Grunnskólakennari Selfossi,

skipar 2. sæti Suðurkjördæmi

 XS. Samfylkingin 

Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi,

skipar 3. sæti Suðurkjördæmi.

 XJ.  Regnboginn.

Atli Gíslason alþingismaður,

skipar 2. sæti Reykjavík norður.

 XA. Björt Framtíð

Heimir Eyvindarson, kennari og tónlistarmaður

skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi.

 XÞ.  Píratar.

Halldóra Mogensen nemi

skipar 2. sæti Reykjavík norður.

 XV.  Vinstri Græn.   

Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi

skipar 2. sæti Suðurkjördæmi.

 XL.  Lýðræðisvaktin.

Jón Gunnar Björgvinsson, flugmaður, 

skipar 3. Sæti í Suðurkjördæmi

 XI. Flokkur Heimilanna

Magnús I. Jónsson, atvinnurekandi,

skipar 3. Sæti í Suðurkjördæmi

 XB.  Framsóknarflokkurinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður

oddviti listans í Suðurkjördæmi.

 XD Sjálfstæðisflokkurinn

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður,

skipar 2. sæti  Suðurkjördæmi.

 XT.  Dögun

Þráinn Guðbjörnsson, starfar við lífræna ræktun og ferðaþjónustu.

skipar. 3. sæti í Suðurkjördæmi.

 Fundurinn hefst með stuttri framsögu hvers fulltrúa og að því loknu gefst fundarmönnum kostur á að beina spurningum til frambjóðenda.  Fundarstjóri verður Erlendur Pálsson íbúi á Sólheimum. 

 Seldar verða veitingar úr eldhúsi og bakaríi Sólheima.

 Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta og taki virkan þátt í umræðunum.