Opnunartími þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta

lindaFréttir

Þjónustumiðstöðin er starfrækt í Tryggjvaskála  en einnig er slík miðstöð starfrækt í Hveragerði vegna jarðskjálftanna í liðinni viku.  Þjónustan er opin öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af jarðskjálftunum, óháð búsetu.    Í þjónustumiðstöðvunum er unnt að leita áfallahjálpar og upplýsinga og aðstoðar frá Rauða krossinum og fulltrúum sveitarfélaganna varðandi húsnæðismál, tryggingar o.fl.

 

Opnunartími þjónustumiðstöðva vegna jarðskjálfta

Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálfta sem starfræktar eru í Tryggvaskála á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins í Hveragerð verða opnar næstu daga sem hér segir:

Miðvikudaginn 4. júní frá kl. 13-20

Fimmtudaginn 5. júní frá kl. 13-20

Föstudaginn 6. júní frá kl. 13-20

Laugardaginn 7. júní frá kl. 13-16

Sunnudaginn 8. júní frá kl. 13-16

Þjónustan er opin öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af jarðskjálftunum, óháð búsetu.

Í þjónustumiðstöðvunum er unnt að leita áfallahjálpar og upplýsinga og aðstoðar frá Rauða krossinum og fulltrúum sveitarfélaganna varðandi húsnæðismál, tryggingar o.fl.

Starfsemin verður flutt og sameinuð þjónustumiðstöð viðlagatryggingar mánudaginn 9. júní og opnunartími auglýstur sérstaklega.

Verkefnisstjóri þjónustumiðstöðvar