Óveðurskallinn er Neyðarkall ársins 2016

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

ÓVEÐURSKALLINN er Neyðarkall ársins!!!
Neyðarkallinn 2016 er, vopnaður skóflu og kaðli sem er nauðsynlegur búnaður óðveðurskallsins sem er klár í íslenska óveðrið og ófærðina sem því fylgir. Á hverju ári fáum við hundruð útkalla sem snúa að aðstoð vegna veðurs og ófærðar en við erum alltaf tilbúin til að fara út í óveðrið þegar neyðarkallið kemur.

Við munum keyra Grímsnesið og Grafninginn um helgina og bjóða Neyðarkall ársins til sölu, og eins og í fyrra mun allur ágóði sölunnar renna óskertur til Unglingadeildarinnar sem við rekum í samstarfi með björgunarsveitunum í Bláskógarbyggð. Endilega takið vel á móti krökkunum okkar og hjálpið okkur að halda úti öflugu unglingastafi.

HJÁLPARSVEITIN TINTRON