Prjónakaffi á Gömlu Borg 4. maí

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á fyrsta þriðjudegi í mánuði hefur verið prjónakaffi á Gömlu Borg í vetur. Í þetta sinn fá þær Gömlu Borgar konur Margréti Valdimarsdóttur hjúkrunarfræðing og ljósmóður til að sýna gestum,  hvað hún er að gera.

Margrét er  ástríðuprjónakona sem hefur prjónað allt sitt líf. Hún fer ekki eftir uppskriftum heldur hannar sínar flíkur sjálf og prjónar nær eingöngu barnaflíkur. Hún sýnir  líka uppskriftir sem hafa komið út eftir hana.

Hlökkum til að hitta Margréti og ykkur allar á Gömlu Borg kl. 20.