Prjónakaffi á Gömlu Borg fyrsta þriðjudag í mánuði

lindaUncategorized

Prjónakaffið á Gömlu Borg hefur fest sig í sessi en á fyrsta þriðjudegi hvers mánaðar hittist  þar áhugafólk um prjón og bera saman prjónles sitt.

Fyrsta Prjónakaffi ársins verður á morgun þriðjudaginn 4. janúar kl. 20 og þá munu þær Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir og Christine Einarsson kynna starfsemi Prjónakistunnar og sýna okkur flíkur sem þær hafa hannað.
Einnig verða þær með uppskriftir til sölu.
Allir velkomnir!