Prjónakaffi og kvenfélagsfundur

lindaFréttir

Í kvöld verður prjónakaffi á Gömlu Borg.   Védís Jónsdóttir í heimsókn og talar við gesti um prjónaskap, hönnun og meðferð ullarinnar okkar. 

Hugmyndin kemur frá versluninni Iðu í Reykjavík en prjónakaffið þeirra hefur notið mikilla vinsælda enda prjón í mikilli uppsveiflu þessi misserin.  Prjónakaffið hefst kl. 20:00

Á morgun hittast síðan kvenfélagskonur hreppsins og funda, borða saman góðan mat og nokkrar þeirra ætla að leita á vit framtíðarinnar því spákona mun mæta á staðinn. 

Gamla Borg er hús með mikla sögu en þar var þinghús, skóli og samkomuhús  Nokkrar áhugasamir einstaklingar stóðu síðan að því að það yrði gert upp og stendur það nú státið við Biskupstungnabraut en í dag er þar rekin veitingasala, krá og samkomuhús.