Samfésball 2011

lindaUncategorized

Við í Félagsmiðstöðinni á Borg fórum í Laugardalshöllina á Samfésball á föstudagskvöldið.

 Níu krakkar fóru, Pálmar keyrði og undirritaður var með í för. Skemmst er frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun, margar skemmtilegar hljómsveitir og tónlistaratriði. Hljómsveitinni Dikta endaði ballið með frábærum hætti. Allir krakkarnir sem ég sá voru til fyrirmyndar, skemmtu sér frábærlega vel á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Var klæðaburður til sérstakar fyrirmyndar og umræðan um þessa hluti er mjög af hinu góða. Mjög öflug gæsla var í höllinni og aðstaða öll mjög góð. Um 4000 krakkar voru á staðnum, frá öllu landinu, hiti, sviti, troðningur og alvöru tónleika og ball stemming.

Fyrir undirritaðann var þessi samkoma mjög ánæjuleg og hann hlakkar mikið til að fara aftur að ári.

Hörður Óli Guðmundsson