Sjókonur, ratleikur og nikkan hans Óla

gretarTilkynningar og auglýsingar

Fyrirlestur um sjósókn kvenna, harmonikkutónar og ratleikur verða á dagskrá Sjóminjasafnsins á sunnudaginn. Ragnhildar Bragadóttur sagnfræðingur heldur fyrirlesturinn Róðu betur, kær minn karl – Af sjókonum á 18. öld

Kemur þar fyrir hin alkunna Þuríður formaður frá Stokkseyri. Ragnhildur lýsir margvíslegum aðstæðum íslenskra sjókvenna, aðbúð, samfélagsstöðu, launakjörum og afköstum. Sagt er frá lífshlaupi nokkurra nafngreindra kvenna og einkum lýst auðkennum og örlögum tveggja kunnustu kvenna tímabilsins, Látra-Bjargar og Þuríðar formanns, sem voru einkennilega ólíkar að eðli og upplagi, en áttu það sammerkt að fara ekki troðnar slóðir og beygja aldrei kné sín fyrir neinum. Önnur endaði ævina á sveit; hin varð hungurmorða á vergangi.

Fyrirlesturinn hefst kl. 16.00 en áður leikur Óli Adolfsson ljúfa harmonikkutóna fyrir gesti. Ratleikur um Sjóminjasafnið verður í boði fyrir káta gesti, unga sem aldna.