Skákdagur Íslands 26. janúar

lindaFréttir

skákmót26. janúar s.l var Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Hann er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga sem á stórafmæli í ár  en hann verður áttræður.Að skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademían og taflfélögin í landinu. Kjörorð dagsins voru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.  Af þessu tilefni fengum við góða heimsókn í Kerhólsskóla, Björn Þorfinnsson,alþjóðlegur skákmeistari heimsótti skólann, fór yfir undirstöðuatriði skákarinar og tefldi fjöltefli við nemendur. Þetta heppnaðist afar vel og nemendur voru mjög hrifnir af þessari uppákomu. Nú er ætlunin að æfa skák af kappi í skólanum.

Sjá fleiri myndir á :  http://www.kerholsskoli.is/