Skipulagsfulltrúi óskast til starfa.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita.

Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni.

Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd áðurnefndra sveitarfélaga.

Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Sjá auglýsingu hér: Auglýsing skipulagsfulltrúa