Skipulagsmál

lindaFréttir

AUGLÝSING

UM  SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi

og Skeiða-og Gnúpverjahreppi

.

 


Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

 

1        Kjarnholt í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Frístundabyggð.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Kjarnholts I. Í breytingunni fellst að á um 158 ha svæði milli Tungufljóts og Einholtslækjar breytist landnotkun í svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Gert er ráð fyrir að um 50 % svæðisins verði nýtt undir frístundabyggð en að öðru leyti verði svæðið nýtt fyrir opin svæði og til beitar.

 

2        Klausturhólar í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lögbýli.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 20020-2014 í landi Klausturhóla. Í tillögunni felst að um 6 ha svæði sem afmarkast af Bistupstungnabraut að sunnanverðu, Búrfellsvegi að vestanverðu, núverandi frístundabyggð að norðanverðu og landamerkjum við Hallkelshóla að austanverðu, breytist í landbúnaðarsvæði í stað svæðis fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir að í stað 6 frístundahúsalóða á þessu svæði verði gert ráð fyrir tveimur nýjum lögbýlum.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi samsvarandi svæðis er auglýst samhliða.

 

3        Hrunamannhreppur, vatnsból og frístundabyggð.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015, láglendishluta. Breytingarnar eru eftirfarandi:

·       Tvö ný vatnsból í Fagradal í landi Berghyls B8 og B9) og aðveituæð að Flúðum merkt inn á uppdrátt. Vatnsbólin og aðveituæðin eru þegar til staðar og í notkun.

·       Svæði fyrir frístundabyggð í landi Dalbæjar III, merkt F15, stækkar um 11 ha. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

·       Nýtt 29 ha svæði fyrir frístundabyggð, merkt F25, fyrir 10-15 frístundahús. Svæðið liggur upp að og meðram fyrirhuguðum Bræðratunguvegi að sunnanverðu.

·       Nýtt 9 ha svæði fyrir blandaða landnotkun opin svæðis til sérstakra nota og svæði fyrir frístundabyggð þar sem gert er ráð fyrir 4-6 frístundalóðum og svæði fyrir skógrækt. Svæðið liggur upp að fyrirhuguðum Bræðratunguvegi að sunnanverðu, rétt vestan við flugvöllinn á Flúðum.

 

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

 

4        Lækjarhvammur í Laugardal, Bláskógabyggð. Frístundahúsalóðir við Grafará.

Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða í landi Lækjarhvamms við Grafará, austan Laugarvatnsvegar (nr. 37). Svæðið er rúmlega 1 ha að stærð og skiptist það í tvær svipað stórar lóðir. Á annarri lóðinni er þegar risið frístundahús en á hinni er gert ráð fyrir allt að 50 m² frístundahúsi. 

 

5        Útey í Laugardal, Bláskógabyggð. Frístundahúsalóðir, Vesturey 1 og 3.

Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundahúsalóða, Vesturey 1og 3, í landi Úteyjar, vestan Laugarvatnsvegar (nr. 37). Svæðið er 1 ha að stærð og skiptist í tvær jafnstórar lóðir og er þegar tæplega 40 m² hús á annarri. Heimilt verður að reisa allt að 120 m² frístundahús og  allt að 25 m² aukahús á hvorri lóð.

 

6        Ásgarður í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Giljatunga/Borgarbrún, 2. áfangi frístundabyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Skipulagssvæðið er um 70 ha og afmarkast af Sogsvegi (nr. 36) að vestanverðu, landmörkum við Syðri-Brú og háspennulínu að norðanverðu og núverandi frístundabyggðarsvæði í landi Ásgarðs að sunnanverðu. Gert er ráð fyrir 62 lóðum á bilinu 0,5 til 1,5 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Til viðbótar er heimilt að hafa geymslukjallara undir hluta eða öllu frístundahúsinu, en nýtingarhlutfall lóðar má þó að hámarki vera 0.03.

 

7        Dalbær III í Hrunamannahreppi. Markarflöt, frístundabyggð.

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Dalbæjar III. Svæðið sem kallast Markarflöt er rúmlega 20 ha að stærð og liggur vestan í Galtafelli. Gert er ráð fyrir 18 frístundahúsalóðum á bilinu 6.300 – 9.300 m2 þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hluta svæðisins er auglýst samhliða.

 

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

 

8        Búrfell 1 í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar, svæði 1.

Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðasvæðis í landi Búrfells 1, svæði 1. Í gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 100 m² frístundahús og 10-15 m²  geymslu á hverri lóð. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa allt að 180 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Nýtingarhluftall lóðar má þó að hámarki vera 0.03.

 

9        Búrfell 1 í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar, svæði 2.

Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðasvæðis í landi Búrfells 1, svæði 2. Í gildandi skilmálum er heimilt að reisa allt að 100 m² frístundahús og 10 m² geymslu á hverri lóð. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa allt að 180 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Nýtingarhluftall lóðar má þó að hámarki vera 0.03. 

 

10     Klausturhólar í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvö lögbýli í stað frístundahúsalóða.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klausturhóla í Grímsnesi. Gert er ráð fyrir að í stað 6 núverandi frístundahúsalóða við Klausturgötu C verði stofnuð tvö ný lögbýli. Lóðir nr. 18c og 20 c verða sameinaðar í lögbýlið Bjarg (1,92 ha) og lóðir nr. 6 c, 8c 14, c og 16 c verða sameinaðar í lögbýlið Klett (3,8 ha). Í heild verður heimilt að reisa allt að 6 íbúðarhús á lögbýlunum tveimur. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi samsvarandi svæðis er auglýst samhliða.

 

11     Mýrarkot í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Mýrarkots í Grímsnesi. Í gildandi skipulagi er heimilt að reisa 100 m² frístundahús en með breyttu skipulagi gert ráð fyrir að leyfilegt nýtingarhlutfall lóða verði að hámarki 0.03.

 

12     Kringla 2 í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppis. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.

Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Kringlu 2 í Grímsnesi. Svæðið sem um ræðir nær til 14 lóða vestan við Sólheimaveg (nr. 354) sem allar eru um og yfir 10 ha að stærð. Í breytingunni felst að á hverri lóð verður heimilt að reisa allt að 300 m² frístundahús og allt að 40 m² aukahús.

 

 

 

13     Nesjar í Grafningi, Grímsnes- og Grafningshreppis. Ný lóð við Réttarháls 7.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja í Grafningi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri 0,5 ha frístundahúsalóð við Réttarháls 7. Heimilt verður að reisa allt að 185 m² frístundahús á þessari lóð og skal mænishæð ekki vera hærri en 6 m. Skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir aðrar lóðir á svæðinu breytast ekki.

 

14     Efra-Sel í Hrunamannahreppi. Breyting á skilmálum frístundabyggðarinnar Svanabyggð.  

Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Efra-Sels í Hrunamannahreppi, Svanabyggð. Samkvæmt gildandi skilmálum eru heimilt að reisa allt að 90 m² frístundahús á þremur lóðum en eingöngu er heimilt að reisa 60 m² frístundahús á öðrum lóðum innan svæðisins. Í breytingunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 90 m² frístundahús á öllum lóðum innan hverfisins.

 

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 1. mars til 29. mars 2007. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar auk þess sem hægt er að óska eftir því við skipulagsfulltrúa að fá tillögurnar sendar með tölvupósti.

Athugasemdum við skipulagstillögurnar skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 12. apríl 2007 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu