Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin

lindaUncategorized

Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin inn á vef átaksins, www.lifshlaupid.is, en Lífshlaupið verður ræst í
fjórða skipti miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til og með 22.
febrúar. Skráningin þetta árið fer fram með sama hætti og í fyrra,
en þá var skráningarkerfið einfaldað nokkuð og gafst vel.


Samhliða því að Lífshlaupið verði ræst í fjórða skiptið mun nýtt
Lífshlaupsár hefjast 2. febrúar næst komandi og gefst einstaklingum
því kostur á að vinna sér inn öll merkin í einstaklingskeppni
Lífshlaupsins á nýjan leik.

Hægt er að nálgast ítarlegar leiðbeiningar um skráningu inn á
vefnum undir hnappnum „Leiðbeiningar um skráningu“. Undir hnappnum
„Efni til að dreifa“ er hægt að prenta út kynningarefni um
Lífshlaupið og ýmislegt í tengslum við skráninguna t.d.
skráningarblað 1 sem hægt er að hengja upp og hvetja samstarfsfólk
eða nemendur til að skrá sig til leiks. Veggspjöldin okkar fóru í
póst í dag og þeir sem fá eitt slíkt eru hvattir til að hengja það
upp á sínum vinnustað. Hægt er að fá send fleiri veggspjöld ef þess
er óskað með því að senda fyrirspurn á kristin@isi.is.

Við hvetjum alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og
skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á sínum vinnustað.

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: velferðarráðuneytið,
mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og
Ávaxtabíllinn.

Bestu kveðjur
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands