Skrímsli á Gömlu-Borg 12. mars

lindaUncategorized

Skrímsli í uppsveitunum og andlit í landslaginu eru viðfangsefni næsta viðburðar Upplits, sem haldinn verður á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00.

 Þá mun Anna Soffía Óskarsdóttir frá Kaldárhöfða flytja erindi um skrímsli í vötnum í uppsveitum Árnessýslu og Guðmundur Guðmundsson frá Efri-Brú verður með ljósmyndasýningu um andlit í landslaginu.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Endilega takið börnin og barnabörnin með – skrímslasögur eru jú fyrir alla aldurshópa!