Skrímsli á Gömlu-Borg

lindaUncategorized

Vatnaskrímsli og furðufyrirbæri í náttúrunni í uppsveitum Árnessýslu er yfirskrift viðburðar fyrir alla fjölskylduna sem Upplit stendur fyrir á Gömlu-Borg í Grímsnesi laugardaginn 12. mars kl. 16.00.

Þar segir Anna Soffía Óskarsdóttir frá Kaldárhöfða frá skrímslum og furðum í vötnum í uppsveitunum og veltir vöngum yfir tilurð þeirra og hlutverki í ljósi þjóðsagna og nútímasagna. Þá varpar hún fram þeirri spurningu hvort einhver þeirra séu enn á ferli. Ennfremur verður skyggnusýning á furðufyrirbærum sem borið hefur fyrir ljósmyndalinsu Guðmundar Guðmundssonar frá Efri-Brú.

Skrímslasögur eru fyrir alla aldurshópa – og því eru  gestir hvattir til að bjóða börnum og barnabörnum með á Gömlu-Borg og eiga þar góða fjölskyldustund. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!