Skyndihjálparnámskeið !

lindaFréttir

skyndi2Kvenfélag Grímsneshrepps býður íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 14 ára og eldri, á  skyndihjálparnámskeið.

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 1. nóvember 2014, kl. 1000-1400 í Félagsheimilinu Borg. Kennari verður Anna Margrét Magnúsdóttir frá Rauða krossinum í Árnessýslu.

Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeiðið er boðið að skrá þátttöku fyrir 25. október n.k. til:

Siggu í síma 898-4428 – Elsu í síma 486-4515 eða á netfangið kvenfel@gmail.com.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.  Ef námskeiðið annar ekki eftirspurn mun kvenfélagið standa fyrir öðru námskeiði fljótlega. Skráningargjald er kr. 1.000.- og greiðist inná reikning kvenfélagsins 0152-26-020958, kt. 420389-1329. Boðið verður upp á létta hressingu á námskeiðinu eins og kvenfélagskvenna er siður 🙂

Endilega skráðu þig og vertu með

Kunnátta í skyndihjálp getur bjargað mannslífi.

Stjórn Kvenfélags Grímsneshrepps