Snjómokstur í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir

Stofnæðar þ.e.a.s. Biskupstungnabraut- Þingvallavegur- Sólheimahringur- og Laugarvatnsvegur  eru mokaðar af Vegagerðinni 5 daga vikunnar, alla daga nema þriðjudaga og laugardaga.

Aðrir vegir þ.e.a.s. heim á bæi þar sem föst búseta er ásamt  Grafningsvegi  og Búrfellsvegi eru mokaðir eftir þörfum, á þessum stöðum eru afleggjarar  mokaðir en hver og einn verður að sjá um sitt hlað/plan.

Skólaakstursbæir eru í forgangi.

Skipulögð þéttbýli eru mokuð af sveitarfélaginu eftir þörfum.

Einkavegir eins og t.d. heim að sumarhúsum eru ekki mokaðir af sveitarfélaginu. Viðkomandi eigendur þurfa sjálfir að sjá um mokstur heim að sínum húsum. Við bendum á þjónustuaðila í Grímsnes- og Grafningshreppi sem taka að sér snjómokstur hér: Þjónustuaðilar í Grímsnes- og Grafningshrepp des’14