Spjaldtölvu og snjallsíma námskeið fyrir eldri borgara

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur býður eldri borgurum að sitja námskeið um spjaldtölvur og snjallsíma
fimmtudaginn 9. maí milli 12:30 og 14:30.

Farið verður yfir hvernig snjalltæki virka og hvernig nota má internetið sér til ánægju.

Hámark 8 manns í hóp.
Kennari verður Leifur Viðarsson en hann hefur haldið nokkur snjalltækjanámskeið, meðal annars fyrir eldri borgara.

Það þarf að skrá sig annað hvort með að hringja á   skrifstofu sveitarfélagsins í síma 480-5500 eða senda tölvupóst á oddviti@gogg.is