Starf móttökuritara!

lindaFréttir

HSSLaus er staða  móttökuritara við heilsugæslustöðina í Laugarási.  Um er að ræða 50% starfshlutfall.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FOSS og stofnanasamningi.  Umsóknafrestur er til 25. okt. n.k. Nánari upplýsingar veitir Anna E. Ipsen, hjúkrunarstjóri, í síma 480-5300 eða á netfangið:  annaipsen@hsu.is.

Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, trúmennsku og hæfni í samskiptum.  Góð tölvukunnátta nauðsynleg.  

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu HSu – vefsíða: www.hsu.is

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Önnu E. Ipsen, hjúkrunarstjóra heilsugæslu Laugaráss.

 ———————————————————

Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu.

Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 31 sjúkrarúm og 40 hjúkrunarrúm.

Alls eru um 225 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.