Stöður við leikskóladeild Kerhólsskóla

lindaUncategorized

Tvær stöður við leikskóladeild Kerhólsskóla eru lausar til umsóknar frá og með næsta skólaári.

Deildarstjóri, 80 – 100% starfshlutfall

Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.

Leikskólakennari, 80% starfshlutfall
Umsækjendur þurfa að hafa leikskólakennaramenntun, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, samviskusemi og hafa ánægju af að vinna með börnum. Æskilegt er að deildarstjóri hafi reynslu af deildarstjórn í leikskóla og muni búa í sveitarfélaginu.

Kerhólsskóli varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Skólinn leggur áherslurá einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt- og náttúrufræði, útikennslu, list- og verkgreinar. Unnið er að þróunarverkefninu Til móts við náttúruna sem fékk styrk úr Sprotasjóði og er stefnt að því að flagga Grænfánanum vorið 2012. Í leikskóladeildinni verða um 14 nemendur næsta vetur.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra ekki síðar en miðvikudaginn 27. apríl nk.

Nánari upplýsingar gefur Hilmar Björgvinsson skólastjóri í síma 482-2617 og 863-0463, netfang hilmar@ljosaborg.is. Heimasíður: http://gogg.is/kataborg og http://www.ljosaborg.is/