Sumar og sveit – Húsbóndi eða húsmóðir og verkfærið þeirra

lindaUncategorized

Ljósmyndaþrautin Sumar og sveit býður sveitungum og sumarbústaðarfólki á öllum aldri að vera með og senda inn 1-2 ljósmyndir í hverjum mánuði innan mismunandi þema. Þrautin flest í að ná góðri mynd innan þema mánaðarins og senda inn til ljosmynd@gogg.is. Sýnigarstaðurinn er Íþróttamiðstöðin á Borg og munu gestir velja tvær vinsælustu myndir mánaðarins. Ætlunin er að ljósmyndaþrautin nái til fólk flest og að það noti sínar venjulegu myndavélar. Þess vegna er verkefnið kallað þraut en ekki keppni.

Til þess að sjá framkallaða útgáfu af myndunum og vera með í kosningunni á vinsælustu mynd mánaðarins kemur þú í íþróttamiðstöðina á Borg en á Flickr ljósmyndasíðunni sérðu þær myndir sem hafa borist.

Hin mismunandi þema í ljósmyndaþrautinni verða:

Maí: Börn að leik

Júní: Mitt uppáhalds útsýni/staður í náttúrunni

Júlí: Húsbóndinn eða húsmóðirin með sitt uppáhalds verkfæri. Verkfærið, tækið eða hluturinn má gjarnan vera yfir 20 ára gamall.

Ágúst: Maður er manns gaman

Framkvæmd:

Þrautin byrjar 12. maí og stendur til 31. ágúst. Þátttakendurnir senda inn ljósmyndir á ljosmynd@gogg.is og verða myndirnar vikulega framkallaðar og settar upp á vegg í Íþróttamiðstöðinni Borg. Sveitungar, sumarbústaðarfólk og aðrir gestir eru hvattir til að koma og gefa tveimum myndum atkvæði sitt. Síðasta dag mánaðarins verður talið úr atkvæðunum og í samráði við dómnefnd verða tvær myndir valdar sem vinningshafar.

Vinningsmyndirnar verða kynntar á heimasíðu og fésbóksíðu Grímsnes- og Grafningshrepps og einning verður prentuð stærri útgáfa af myndunum og þær látnar hanga upp á vegg íþróttamiðstöðarinnar út sumarið. Verkefnið mun standa yfir í 4 mánuði, þannig að eftir tímabilið þá eru 8 ljósmyndir með nafni eiganda sem hanga upp á vegg íþróttamiðstöðarinnar.

Námskeið:

Ljósmyndaþrautinni verður hrundið af stað með því að fyrsta þema verður kynnt fyrir elstu nemendum Kerhólsskóla og samtímis haldið stutt ljósmyndanámskeið fyrir þá. Einning mun Pétur Thomsen ljósmyndari (http://www.peturthomsen.is/) halda tveggja tíma námskeið í ljósmyndun. Farið verður í gegnum grunnatriði ljósmyndunar og hverning meigi nota þá þekkingu til að taka bedri ljósmyndir í sumar. Námskeiðið verður haldið í Kerhólsskóla 12. maí kl. 19:30.

Meginmarkmið verkefnisins er að:

> Skrá sögu sveitasamfélagsins í myndum

> Ýta undir sköpunargleði

> Styðja undir félagsvirkni sveitunga og sumarbústaðarfólks og gefa fólki tilefni til að hittast á óformlegan hátt

> Vekja eða auka umhverfismeðvitund

> Stuðla að aukinni hreyfingu og fyrirbygga lífstílssjúkdóma

Lokahóf:

Áætlað er að halda lokahóf föstudaginn 2. September 2011 þar sem afhendar verða viðukenningar til eigenda útvaldra mynda. Eftir sumarið hafa 8 myndir verið valdar og verða það vonandi 8 einstaklingar sem fá viðurkenningu. Á lokahófinu mun einnig öllum ljósmyndum og öðrum gögnum vera afhent sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til vörslu.

Ljósmyndaþrautin er framkvæmd í samvinnu með:

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps: samþykkt notkun á mannvirkjum og styrkur

Íþróttamiðstöðin á Borg: samþykki og samstarf um framkvæmd

Kerhólsskóli: samstarf við að koma þrautinni af stað

Pétur Thomsen ljósmyndari: þann 12. maí mun hann halda námskeið í ljósmyndun http://www.peturthomsen.is/

 

Fyrir hönd Ljósmyndaþrautarinnar Sumar og sveit

Gunnar Gunnarsson

GSM: 8925532

Tölvupóstur: ljosmynd@gogg.is