Sundlaugin Borg

lindaFréttir

Á vordögum var opnuð stórglæsileg sundlaug á Borg, Grímsnesi.  Aðstaðan þar er öll til fyrirmyndar. Þar er m.a. rennubraut sem fær margan víkinginn til að reyna karlmennsku sína til hins ítrasta!

Sundlaugin er 25 metra löng með ágætum öldubrjótum og því ætti enginn að vera svikinn af því að synda dagskammtinn sinn þar.  Laugin er alla jafna um 29-30°C heit.  Á laugarsvæðinu eru einnig, nuddpottur, heitur pottur, vaðlaug og saunabað.  Ekki má heldur gleyma rennibrautinni sem vakið hefur ómælda ánægju þeirra sem hafa þorað!

Öll aðstaða er hin glæsilegasta og er það von hreppsins að gestir laugarinnar eigi eftir að njóta hennar sem best.

Smelltu hér til að skoða myndir í myndasafni.

Opnunartími:

10:00 – 21:30 alla virka daga
10 :00 – 19:00 laugardaga og sunnudaga.

Síminn í sundlauginn er 486 4402