Góð búsetuskilyrði eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Grímsnes- og Grafningshrepp og flutning í sveitarfélagið.

Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag í miðri Árnessýslu. Það varð til 1. júní 1998 við sameiningu Grímsnes- og Grafningshreppa.

Hreppurinn liggur að Bláskógabyggð, Hvítá og Sveitarfélaginu Ölfusi.

Til Reykjavíkur eru um 70 km frá Borg í Grímsnesi. Sveitarfélagið er 890 km2 að stærð og þar eru búsettir um 464 íbúar.

Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins eru í Stjórnsýsluhúsinu á  Borg, símanúmer 480-5500.

Sveitarstjóri er Ingibjörg Harðardóttir, netfang:  gogg@gogg.is

Heimasíða Sveitarfélagsins: http://www.gogg.is/

Íþróttahús

Á Borg við Stjórnsýsluhúsið og skólann eru fullkominn  íþróttasalur  og mjög góð sundlaug með gufu, rennibraut, 2 heitum pottum og vaðlaug.

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu býðst að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal á kr. 8.000,- fullorðnir , 3.500,- börn 11-16 ára og frítt fyrir börn 10 ára og yngri.

Tómstundastyrkur

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 6 – 18 ára styrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Til að unnt sé að nýta tómstundastyrkina þarf að vera um að ræða skipulagt starf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, listgreinar og skátastarf.

Sjá nánar:

Tómstundastyrkur  2017

Umsóknareyðublað fyrir tómstundastyrk

Skóli

Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Í leikskóladeildinni eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeildinni eru nemendur í 1.-10. bekk.

Skólastefna Grímsnes- og Grafningshrepps Skolastefna 2016

Grunnskólinn Ljósaborg var vígður haustið 2005 í nýrri skólabyggingu á Borg og var fyrstu tvö skólaárin rekinn í samstarfi við Bláskógabyggð. Haustið 2007 lauk því samstarfi og hefur Grímsnes- og Grafningshreppur rekið skólana sína frá þeim tíma.

Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.

Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.

Haustið 2014 fluttu leikskóladeild og grunnskóladeild Kerhólsskóla undir sama þak i nýja skólabyggingu sem byggð var við hlið eldri skólans og að hluta  samtengd honum, m.a verður bókasafn skólans áfram í eldri hlutanum.

Eldri grunnskólanemendur í Grímsnes- og Grafningshreppi  sóttu Bláskógaskóla í Reykholti í Biskups­tungum frá árunum 2005 til 2015, vorið 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að Kerhólsskóli yrði heildstæður skóli upp í 10. bekk og að breytingin ætti sér stað strax um haustið 2015. Árgangur barna fædd árið 2001 fór því ekki í Bláskógaskóla heldur varð fyrsti 9. bekkur Kerhólsskóla.

Skólastjóri er Jóna Björg Jónsdóttir og aðstoðarskólastjóri er Íris Anna Steinarrsdóttir.

Í sveitarfélaginu er starfræktur vinnuskóli í sex vikur á sumrin fyrir 14 – 16 ára unglinga sem lögheimili eiga í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Framhaldsskólar

Nálægir framhaldsskólar eru Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni.

Nemendastyrkir: Nemendastyrkur

Skipulags- og byggingarmál

Umhverfis- og Tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sem sér um skipulags-,byggingar- og tæknimál fyrir eftirfarandi sveitarfélög: Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp, Skeiða-og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp og Ásahrepp.

Skipulagsfulltrúi:
Rúnar Guðmundsson
Netfang: runar@utu.is

Byggingafulltrúi:
Rúnar Guðmundsson
Netfang: runar@utu.is

Heimasíða:  https://www.utu.is/

Vatnsveita

Kalt vatn er að hluta til á vegum sveitafélagsins.

Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar Gjaldskrá kaldavatnsveitu 2017

Hitaveita

Heitt vatn er að hluta til á vegum sveitafélagsins.

Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar Gjaldskrá hitaveitu 2017

Rafmagn

Sækja þarf um rafmagn til Rarik. Eyðublöð má nálgast hér: Rarik eyðublöð.

Verðskrá um dreifingu og flutning á raforku má sjá hér: verðskrá,  fyrir breytingar á heimtaugum aðrar en um getur í verðskrá er samkvæmt skriflegu tilboði frá Rarik.

Skóla og velferðarþjónusta

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega skóla- og félagsþjónustu sem ber nafnið Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.

Skóla- og velferðarþjónustan Árnesþings er með aðsetur í Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, sími: 483-4000.
Velferðarþjónustuhlutinn fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Flóahreppur eru líka starfsstöð í Heilsugæslustöðinni  í Laugarási, sími: 480-1180
Nánari upplýsingar hér: http://arnesthing.is/