Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010

lindaTilkynningar og auglýsingar

Auglýsing um framboðslista
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara laugardaginn 29. maí 2010, rennur út kl. 1200 á hádegi, laugardaginn 8. maí 2010.

Kosið verður til sveitarstjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Framboðslistar skulu hafa borist kjörstjórn sveitarfélagsins fyrir ofangreindan tíma. Kjörstjórn tekur á móti framboðslistum í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Borg, laugardaginn 8. maí 2010 frá kl. 1100 – 1200 á hádegi.

Á framboðslista skulu vera að lágmarki 5 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 10. Tilgreina skal fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans og heimili. Framboðslistunum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Framboðslistum skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í sveitarfélaginu, 10 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 20. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Með hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans.

Borg, 3. apríl 2010

Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir, Eyvík, 801 Selfoss

Árni Þorvaldsson, Bíldsfelli, 801 Selfoss

Þórunn Drífa Oddsdóttir, Steingrímsstöð, 801 Selfoss