Takið eftir – Hugmyndasamkeppni

lindaFréttir

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir eftir hugmyndum að nafni á íþrótta­mannvirki að Borg í Grímsnesi.

Hugmyndum skal skilað á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps í síðasta lagi föstu­daginn 22. nóvember. Hugmyndum má einnig skila á netfangið gogg@gogg.is.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mun fara yfir tillögurnar og velja nafn með hliðsjón af þeim tillögum sem berast. Veitt verða verðlaun þeim sem á bestu tillöguna. Verðlaunin eru árskort í hina nýju og glæsilegu íþróttamiðstöð.