Þróunarstarf í Grunnskólanum Ljósuborg

lindaFréttir

Skólastjóri og kennarar Grunnskólans Ljósuborgar hafa nú skilað af sér Þróunarskýrslu vegna verkefnis sem fékk heitið Þróun námsmats í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum. Hér má finna skýrsluna sem gerð var í lok verkefnisins.

 

Haustið 2007 var tekin var ákvörðun um það í Ljósuborg að breyta námsmati verulega og skilum á því til nemenda og foreldra. Námsmat í skólanum hefur verið í þróun síðustu tvö árin en áherslan hefur verið á einstaklingsmiðaða kennsluhætti og námsmat sem endurspeglar þá nálgun.

Vorið 2008 var sótt um þróunarstyrk við verkefni sem kennarar kölluðu: Þróun námsmats í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum. Við fengum jákvætt svar en styrkurinn var mun minni en sótt var um svo umsvif verkefnisins var minnkuð verulega en engu að síður var mikil vinna lögð í námsmat skólans af hálfu allra kennara skólans í vetur.

Á vordögum 2009 var lögð könnun fyrir nemendur, foreldra og kennara sem snéri að því hvernig þessir hópar töldu námsmat skólans nýtast þeim í starfi. Útkoman úr þeirri könnun var mjög jákvæð.

Þær stoðir sem skólastarfið á Ljósuborg byggir á eiga sér sterkan grunn í fjölbreyttum kennsluháttum, einstaklingsmiðun og heildstæðu námsmati. Full ástæða er til þess að halda áfram því starfi sem þar er unnið og hefur verið unnið því úr niðurstöðum spurningakönnunar má lesa almenna ánægju með námsmat skólans.