Tilkynning

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Verið er að setja á hverfislögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á suðurlandi.

Hverfislögreglumaður fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp er Hafsteinn Viðarsson.

Áhersla er á að vinna saman, það skilar mestu.

Hlutverk hverfislögreglumanns er meðal annars að:

  • Mynda tengslanet.
  • Tryggja samvinnu við sveitarfélög og stofnanir þeirra.
  • Auka sýnileika og eftirlit þar sem þörf er talin á.
  • Forvarnir og fræðsla, aðlagað að þörfinni á hverjum stað.
  • Markvissari löggæsla.

Búast má við að Hafsteinn sé á ferðinni í sveitarfélaginu við eftirlit t.d við skólann á morgnana og í lok dags.