Tilkynning til foreldra og forráðamanna barna á leiksólaaldri

lindaTilkynningar og auglýsingar

Foreldrar sem sem eiga lögheimili í Grímsnes og Grafningshreppi, vinsamlegast sækið um leikskólapláss fyrir 2010 – 11 fyrir 1. maí næstkomandi vegna skipulags og starfsmannahalds leikskólans.

Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu leikskólastjóra. Viðtalstíma leikskólastjóra er frá 9:30 – 10:00 flesta virka daga.

Rétt á leikskólavist í leikskólann Kátuborg í Grímsnesi hafa börn sem eiga lögheimili í hreppnum og hafa náð 18 mánaða aldri.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á vefsíðu hans: http://www.gogg.is/kataborg

Bestu kveðjur

Hallveig Ingimarsdóttir

leikskólastjóri