Tillaga að nýju aðalskipulagi 2008-2020

lindaFréttir

Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008-2020.

Aðalskipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfismat (sbr. lög nr. 105/2006), ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar og öðrum fylgigögnum munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps að Borg, frá og með 12. mars 2009 til og með 23. apríl 2009. Enn fremur verður tillagan til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, og hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni.

Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað til Grímsnes- og Grafningshrepps eigi síðar en 23. apríl 2009 og skulu þær vera skriflegar.

Hér er tengill þar sem má nálgast upplýsingar um tillöguna.