Töfrandi- eða þannig

lindaFréttir

witch_on_broom_01 Árshátíð Kerhólsskóla verður miðvikudaginn 20. mars næstkomandi. Skemmtunin hefst kl.17:00 í Félagsheimilinu Borg.  Viðfangsefni árshátíðarinnar í ár er leikritið  Töfrandi eða þannig.  Allar samkennslueiningar skólans munu sameinast í þessu leikriti og hver og einn nemandi skólans á sér sinn stað og hlutverk. Undirbúningur er á lokastigi og  einkennist skólastarfið þessa dagana mikið af leikæfingum og gerð leik- og sviðsmyndar. Þátttaka foreldra í undirbúningi árshátíðarinnar og á henni sjálfri hefur verið mikil og góð undanfarin ár. Án þátttöku foreldra væri ekki hægt að hafa hátíðina með þessum glæsilega hætti eins og raun  ber vitni og færum við þeim bestu þakkir fyrir. 

  Við hlökkum mikið til þessa síðdegis og vonum að foreldrar, aðstandendur aðrir og gamlir nemendur skólans líti til okkar. Allir eru hjartanlega velkomnir á árshátíðina.

Aðgangsgseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri en 500 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara.