Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps

lindaFréttir

Tómstundastyrkur Grímsnes- og Grafningshrepps

 

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann

9. nóvember s.l. voru eftirfarandi reglur samþykktar.

 

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 6 – 18 ára styrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Til að unnt sé að nýta tómstundastyrkina þarf að vera um að ræða skipulagt starf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, listgreinar og skátastarf.

 

Tónlist, tónlistarnám og líkamsræktarkort falla ekki undir niðurgreiðslu æfingagjalda.

 

Skilyrði fyrir veitingu tómstundastyrkja

  • Að styrkþegi hafi lögheimili á Grímsnes- og Grafningshreppi.
  • Að styrkþegi sé á aldrinum 6 – 18 ára.
  • Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur og að ástundun sé að a.m.k. 70%.
  • Staðfesting á greiðslu/kvittun fylgi umsókn vegna tómstundastyrkja. Á greiðslukvittun komi eftirfarandi fram: Nafn og kennitala félags, dags. greiðslu, fyrir hvað er verið að greiða, æfingatímabil, nafn og kennitala iðkenda.
  • Styrkur getur aldrei orðið hærri en sem nemur æfingagjaldi/þátttökugjaldi viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.
  • Tómstundastyrki er ekki heimilt að færa milli ára. Styrkur fellur niður sé ekki um hann sótt á því ári sem styrkþegi stundar íþrótt/tómstundir.

 

Styrkur getur orðið allt að 12.000 kr. fyrir hverja önn eða að hámarki 24.000 kr. á ári.


Styrkumsækjandi skal skila inn þar til gerðu umsóknareyðublaði ásamt greiðslukvittun til skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir 1. mars og 1. október ár hvert.

 

Umsóknareyðublaði um tómstundastyrk er að hægt að nálagst á www.gogg.is/thjonusta/umsoknareydublod/og á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri