Tónleikar að Gömlu Borg

lindaUncategorized

Miðvikudagskvöldið 1. júlí verður  South River Band ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur með tónleika að Gömlu Borg sem hefjast kl. 21:00 stundvíslega.

Það má segja að Syðri-Ár bandið hafi lengi verið til í ýmsum myndum. Á
Kleifum í Ólafsfirði hefur alltaf verið mikið um söng ekki síst á Syðri-Á.
Ungir sem aldnir stunduðu samsöng og síðar samspil þegar hljóðfæri komu
til sögunnar.

South River Band er skipað, Helga Þór Ingasyni á harmoniku, Ólafi Baldvini
Sigurðssyni á mandólín, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu og gítar, Ólafi
Þórðarsyni á hryngítar og Grétari Inga Grétarssyni á kontrabassa.

Aðgangseyrir er 1.500

Rétt er að benda lesednum gogg.is á að fjölbreytt dagskrá er á Gömlu Borg í sumar en hana má finna í heild sinni á vef Gömlu Borgar, www.gamlaborg.is