Tónleikar í kirkjunni

lindaFréttir

 Í sumar stendur yfir Menningarhátíð á Sólheimum þar sem boðið verður upp á ýmsar skemmtilegar uppákomur.  Nú er komið að þeim snjalla tónlistarmanni Kristjáni Kristjánssyni að láta ljós sitt skína.

Á laugardaginn er komið að þriðju tónleikunum í tónleikaröð Menningarveislu Sólheima í Sólheimakirkju. Það er gítarleikarinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu KK, sem kemur og syngur og spilar fyrir okkur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00, aðgangur er ókeypis og aðstandendur hátíðarinnar bjóða alla velkomna.