Trölli stal jólunum

lindaTilkynningar og auglýsingar

Leiklistarval Grunnskólans Ljósuborgar og aðrir nemendur í 7. og 8. bekk sýna leikritið Trölli stal jólunum í lítilli leikgerð sem þau bjuggu sjálf til þann 15. desember klukkan 18:00.  Veitingar verða seldar og ætlunin er að búa til notalega jólastemmningu.

Miðinn kostar 500 kr (ókeypis fyrir 10 ára og yngri). Heitt kakó, nýbakaðar vöfflur, kaffi og kökur kostar 200 kr.
(frí áfylling).

Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda í 7. og 8. bekk

Fleiri atriði verða í boði frá nemendum skólans.

Allir velkomnir, foreldrar, nemendur, ættingjar og sveitungar!
kv : 7.-8. bekkur

Endilega mætið ! 🙂