Umsóknarfrestur um styrki til vegabóta rennur út 1. september

lindaFréttir

Grímsnes og Grafningshreppur vill minna félög sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi að sækja þurfi um styrk til vegabóta í sumarhúsbyggðum skv. reglum sveitarfélagsins fyrir 1. september nk

. Bent er á að hægt er að nálgast reglur um umsóknina á heimasíðu sveitarfélagsins gogg.is. og þá sérstaklega að kostnaðaráætlun þurfi að fylgja með Styrkbeiðnir skulu sendast á skrifstofu sveitarfélagsins að Borg, 801 Selfoss eða í tölvupósti gogg@gogg.is.

f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri.