Uppboð á óskilahrossum

lindaFréttir

Föstudaginn 16. janúar nk. mun Sýslumaðurinn á Selfossi bjóða upp óskilahross í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fer uppboðið fram á Bjarnastöðum kl. 10:00.

 

Boðin verður upp hryssa, dökkrauð, ung og ótamin og leirljós hestur.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta og gera kaup aldarinnar.

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri