Upplýsingar um loftgæði

lindaFréttir

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur sent skólanum bréf þar sem forsvarsmönnum er  bent  á að skoða loftgæði reglulega með útivist barna í huga.  Þar kemur fram að kanna þarf loftgæði á hverjum morgni inn á heimasíðu Veðurstofunnar og vef Umhverfisstofnunar og fylgjast með fram eftir degi.  Slæm loftgæði vegna brennisteinsdíoxíð fyrir viðkvæma eru þegar styrkur fer yfir 600 µg/m3.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mælir með að börn verði ekki látin út að óþörfu fari styrkur yfir þessi mörk enda tilheyra þau viðkvæmum hópi einstaklinga.

 

Vefur Umhverfisstofnunnar er http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/maelingar  þar er hægt að skoða mælingar á þeim mæli sem er næstur auk þess sem þar er að finna frekari fróðleik um brennisteinsdíoxið

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig birt gagnlegar upplýsingar á slóðinni

http://www.samband.is/verkefnin/umhverfis–og-taeknimal/umhverfisvernd/loftslags–og-loftgaedamal/leidbeiningar-um-brennisteinsvetni-i-andrumslofti/