Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Uppsveitadeildin 2016 hefst með pompi og prakt, föstudagskvöldið 19. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Dagskráin hefst með kynningu á liðum kl. 19:45 og keppnin í fjórgangi hefst stundvíslega kl. 20:00.

Aðsókn keppenda í Uppsveitadeildina hefur aldrei verið meiri en nú. Alls eru skráðir 42 knapar til leiks úr hestamannafélögunum í Uppsveitunum, Loga, Smára og Trausta. Átta lið munu bítast um það hvert þeirra stendur uppi sem sigurvegari í apríl þegar lokakeppni hefur farið fram.

Liðin verða þannig skipuð:

Frá hestamannafélaginu Loga

Kristján Ketilsson, liðsstjóri

Finnur Jóhannesson

Jón Óskar Jóhannesson

Emil Þorvaldur Sigurðsson

 

Guðrún Magnúsdóttir, liðsstjóri

Líney Kristinsdóttir

Gústaf Loftsson

Karitas Ármann

Linda Karlsson

 

Sólon Morthens, liðsstjóri

Árný Oddbjörg Oddsdóttir

Arnar Bjarki Sigurðarson

Þórey Helgadóttir

 

Frá hestamannafélaginu Smára

 Matthildur María Guðmundsd., liðsstjóri

Hermann Þór Karlsson

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir

Bjarni Birgisson

Gunnlaugur Bjarnason

Eiríkur Arnarsson

 

Þórarinn Ragnarsson, liðsstjóri

Hulda Finnsdóttir

Rósa Birna Þorvaldsdóttir

Lárus Sindri Lárusson

Ingvar Hjálmarsson

 

Helgi Kjartansson, liðsstjóri

Erna Óðinsdóttir

Bragi Viðar Gunnarsson

Maja Roldsgaard

Jón William Bjarkason

Þorsteinn G. Þorsteinsson

 

Guðmann Unnsteinsson, liðsstjóri

Guðjón Örn Sigurðsson

Guðjón Hrafn Sigurðarson

Björgvin Viðar Jónsson

Björgvin Ólafsson

Laura Catherine Jungen Sörensen

 

Frá hestamannafélaginu Trausta

Bjarni Bjarnason, liðsstjóri

Ragnheiður Bjarnadóttir

Guðjón Sigurliði Sigurðsson

Hildur Kristín Hallgrímsdóttir

Halldór Þorbjörnsson

Matthías Leó Matthíasson

 

Eins og áður sagði hefst Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2016, föstudagskvöldið 19. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum.

Þá verður keppt í fjórgangi. Keppni í fimmgangi verður haldin föstudagskvöldið 18. mars.

Töltkeppnin og fljúgandi skeið verður svo haldið þann 8. apríl.

Það er jafnframt síðasti keppnisdagur í mótaröðinni.

Sigurvegarar Uppsveitadeildarinnar í fjórgangi, fimmgangi og tölti öðlast keppnisrétt í nýrri keppni,  Meistarar meistaranna, sem verður haldin í Sprettshöllinni í Kópavogi þann 15. apríl.

Þar verður sigurvegurum í keppnisröðum vetrarins um land allt, att saman í einni úrslitakeppni.

Það verður spennandi að fylgjast með okkar fólki í þeim hópi.

Það er von okkar sem standa að Uppsveitadeildinni að fólk fjölmenni og hvetji lið sín til dáða.

Fullt hús fólks og stemmning á pöllunum hvetur keppendur til dáða.

Reiðhöllin hefur tekið í notkun vefsvæðið reidhollin.is.

Þar má finna úrslit Uppsveitadeilda fyrri ára ásamt besta árangri í hverri keppnisgrein fyrir sig.